Girls in ICT Day í Háskólanum í Reykjavík

Síðastliðin þriðjudag þann 28. apríl var haldið uppá “Girls in ICT Day” í Háskólanum í Reykajvík. Í tilefni að því voru um hundrað stelpum úr 9. bekk úr grunnskólum landsins boðið að koma í HR og kynnast tæknigeiranum.
/sys/tur létu sig ekki vanta og kenndu heimasíðugerð fyrir þær stelpur sem höfðu áhuga. Þar fengu stelpurnar að spreyta sig á HTML og CSS forritun. Stelpurnar stóðu sig allar ótrúlega vel og við /sys/tur vorum hæst ánægðar með áhugan og framúrskarandi árangur stelpnanna.

Einnig fengu stelpurnar að heimsækja fyrirtæki úr tæknigeiranum til þess að fá smá hugmynd um þau tækifæri sem bjóðast að loknu tækninámi. Fyrirtækin sem þær fengu að heimsækja voru Mentor, Meniga, Betware og Tempó.

Í ár var Ísland að taka þátt í “Girls im ICT Day” í annað sinn, en hann er haldinn víða um Evrópu á hverju ári. Dagurinn er styrktur af Evrópusambandinu og ITU (International Telecommunication Union) í tengslum við Digital Agenda-áætlunina.

http://www.ru.is/haskolinn/vidburdir/nr/31967

http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/frettir/20150428

 

11178238_388631091339745_4499678103431036474_n

 

11200582_388631081339746_7220839234972482396_n

Vísindaferð til Betware!

Betware bauð /sys/trum í vísindaferð síðastliðin fimmtudag, okkur til mikillar gleði. Mætingin var mjög góð og okkur þótti öllum mjög gaman að fá að hitta allar flottu konurnar í þessu frábæra fyrirtæki. Betware vinnur að því að skapa netlausnir fyrir happadrættisleiki og ýmsar getraunir og hefur farið ört vaxandi seinustu árin. Við viljum þakka Betware innilega fyrir að hafa tekið svona vel á móti okkur og við vonumst til að hitta þau oftar í framtíðinni.

 

Hacker MeetUp

Startup Iceland og /sys/tur verða saman með hakkaþon í maí og í tilefni að því kom Bala Kamallakharan, stofnandi Startup Iceland, og hélt fyrir okkur kynningu um hakkaþonið og kvatti alla til að skrá sig.

Hakkaþonið snýst um að skapa eitthvað stórkostlegt með sterku teymi innan 36 klukkutíma. Sigurvegarinn fær $1,000.00 Bandaríkjadollara, frægð og frama, og æðisleg tækifæri á atvinnumarkaðinum.
Þótt þú sigrir ekki keppnina, þá er frábært að geta sagt frá því að þú hafa tekið þátt, þú færð frábæra reynslu og munt læra ólýsanlega margt.

Keppendur geta skráð sig sem fullskipað lið eða sem einstakling sem síðan verður skipaður í lið. Þú þarft ekki að vera forritari til þess að taka þátt þar sem það þarf fólk með styrkleika á ýmsum sviðum til þess að skapa gott lið. Einnig þarf ekki að hafa tilbúna hugmynd til þess að taka þátt, því það verður birtur listi með ýmsum hugmyndum sem er hægt að útfæra.  Í stuttum orðum, þá þarftu bara að skrá þig og mæta!
Startup Iceland sér til þess að þú hafir nægan mat og koffín yfir alla helgina svo þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af neinu.

/sys/tur vilja kvetja alla til þess að koma og skrá sig. Hver veit nema hugmyndin þín verði að nýjasta nýsköpunarfyrirtækið?

Skráðu þig á Hakkaþonið hér:
https://www.eventbrite.com/e/startup-iceland-2015-hackathon-tickets-16083132081

Viltu vita meira um hakkaþon? Kíktu á þetta:
https://www.youtube.com/watch?v=aS_g99j62YE

 

11080637_808255375888209_3252956727015203433_o11025836_808255329221547_3683965613945569233_o10608542_808255465888200_5439992235195182064_o11000538_808255289221551_8143019244683013532_o10668849_808255429221537_6506330487823781258_o  11082289_808255395888207_8240886975095125145_o