Hrönn Róbertsdóttir er upplýsingafulltrúi félagsins og Fanney Hrund Jónasdóttir gjaldkeri, en auk þeirra eru þau Liljar Már Þorbjörnsson, Svava Dögg Björgvinsdóttir og Grímur Kristjánsson í stjórn Tvíundar.
Nú stunda alls 653 nám í tölvunarfræði við HR, þar af 115 konur.Aldrei spilað tölvuleiki
Erla segist ekki vera hinn týpíski tölvunarfræðinemandi; hún kenni ballett og hafi aldrei spilað tölvuleiki. Námið sé hinsvegar skemmtilegt og forvitnilegt. „Ég valdi þetta nám svolítið út í bláinn en þetta er fjölbreytt nám og starfsmöguleikarnir miklir þegar maður er búinn. Pabbi minn er forritari og það hafði eflaust áhrif. Svo er þetta bara mjög skemmtilegt og gefandi nám.“
Stelpurnar í tölvunarfræði stofnuðu félagið /sys/tur í haust. „Markmiðið með stofnun /sys/tra er að skapa vettvang fyir stelpurnar þar sem þær geta fjallað um nördalega hluti án þess að hafa áhyggjur af því að fá á sig ljóskustimpilinn,“ segir á heimasíðu félagsins, www.systur.weebly.com.
Vísun í goðsögn
Nafnið /sys/tur er vísun í skráarkerfi stýrikerfisins Linux og póstlistann Systers sem Anita Borg stofnaði 1987. Póstlistinn var hugsaður sem tengslanet kvenna innan tæknigeirans en þegar hún byrjaði með hann voru tólf konur skráðar. Nú er hann orðinn að heimsins stærsta póstlistasamfélagi kvenna í tæknigeiranum.
Starf félagsins fer þannig fram að tvisvar í mánuði eru svokölluð /sys/tra/kvöld. Þá koma konur úr tæknigeiranum til að segja stelpunum frá starfi sínu og reynslu. Þar að auki hafa verið settar upp tæknilegar vinnustofur þar sem tölvur eru meðal annars teknar í sundur og aðrar áskoranir skoðaðar.
„/sys/tur var fyrst hugsað bara frá tölvunarfræðinni en núna hefur félagið stækkað og þarna eru komnar inn stelpur úr öðrum tæknideildum. „Konur í tækni“, ætli það sé ekki góð yfirskrift.“
Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. apríl 2014.