UTMessan

Tölvutætingur

Hin árlega UTmessa var haldin í Hörpu um helgina og /sys/tur létu sig ekki vanta. Um 10.000 manns á öllum aldri komu á laugardeginum til að sjá allt það skemmtilega sem var í boði á sýningarbásunum og gleðin leyndi sér ekki.

Yfir laugardaginn sýndu /sys/tur gestum inn í tölvur af ýmsum gerðum og leyfðu þeim að fikta í þeim og taka þær í sundur og setja þær saman að vild. Gestirnir fengu að læra um innviði tölvunnar og öllum á aldrinum 15-25 ára bauðst að skrá sig í keppni í tölvutætingi.

/sys/tur héldu í samvinnu við Promennt og Háskólann í Reykjavík keppnina í tölvutætingi sem var gífurlega vinsæl.
Tvær stelpur og tveir strákar tóku þátt í keppninni og þau stóðu sig öll eins og hetjur. Einar Helgi Guðmundsson stóð uppi sem sigurvergari en það tók hann aðeins 10 mínútur að setja saman tölvu úr bútum og fá gögn af harða disknum yfir á tölvuskjáinn. Í verðlaun fékk hann námskeið í tölvuviðgerðum hjá Promennt að andvirði 129.000 krónur.

/sys/tur þakka Promennt og Háskólanum í Reykjavík fyrir frábært samstarf og öllum þeim sem komu að UT messunni fyrir frábæra helgi.