Girls in ICT Day í Háskólanum í Reykjavík

Síðastliðin þriðjudag þann 28. apríl var haldið uppá “Girls in ICT Day” í Háskólanum í Reykajvík. Í tilefni að því voru um hundrað stelpum úr 9. bekk úr grunnskólum landsins boðið að koma í HR og kynnast tæknigeiranum.
/sys/tur létu sig ekki vanta og kenndu heimasíðugerð fyrir þær stelpur sem höfðu áhuga. Þar fengu stelpurnar að spreyta sig á HTML og CSS forritun. Stelpurnar stóðu sig allar ótrúlega vel og við /sys/tur vorum hæst ánægðar með áhugan og framúrskarandi árangur stelpnanna.

Einnig fengu stelpurnar að heimsækja fyrirtæki úr tæknigeiranum til þess að fá smá hugmynd um þau tækifæri sem bjóðast að loknu tækninámi. Fyrirtækin sem þær fengu að heimsækja voru Mentor, Meniga, Betware og Tempó.

Í ár var Ísland að taka þátt í “Girls im ICT Day” í annað sinn, en hann er haldinn víða um Evrópu á hverju ári. Dagurinn er styrktur af Evrópusambandinu og ITU (International Telecommunication Union) í tengslum við Digital Agenda-áætlunina.

http://www.ru.is/haskolinn/vidburdir/nr/31967

http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/frettir/20150428

 

11178238_388631091339745_4499678103431036474_n

 

11200582_388631081339746_7220839234972482396_n