Vísindaferð í Tempo

Í lok október fóru /sys/tur í vísindaferð til Tempo. Tempo er dótturfyrirtæki Nýherja og sérhæfir sig í hugbúnaðargerð á sviði verkefna- og eignasafnsstjórnunarlausna (PPM) fyrir JIRA kerfið frá Atlassian. Tempo hefur haldið úti átakinu Women of Tempo þar sem markmiðið er að kynna konur í tæknigeiranum.

Starfsfólk Tempo tók afskaplega vel á móti um það bil 40 /sys/trum, kynnti okkur fyrir starfsemi fyrirtækisins og sýndi okkur vinnustaðinn. Umræðurnar sem sköpuðust voru líflegar og það leikur enginn vafi um það að vaknaði mikill áhugi hjá /sys/trum um fyrirtækið. /sys/tur skemmtu sér meira að segja það vel að það steingleymdist að festa viðburðinn á filmu!

Tempo bloggaði skemmtilega um vísindaferðina, áhugasamir geta lesið það hér.

Við viljum þakka Tempo kærlega fyrir að hafa tekið svo höfðinglega á móti okkur og hlökkum til að fylgjast með áframhaldandi vexti og velgengni fyrirtækisins.