Annáll Haustannar 2015

Haustönn 2015 var viðburðarrík hjá /sys/trum. Starfsár nýrrar stjórnar hófst með nýnemakvöldi /sys/tra, þar sem nýnemar í deildinni voru boðnar velkomnar og kynntar fyrir starfi /sys/tra.

Við héldum fyrirlestrakvöldið Frumkvöðlar og framtíðin þar sem Rakel Sölvadóttir og Sesselja Vilhjálmsdóttir komu og sögðu okkur frá sínum fyrirtækjum og störfum. Rakel er stofnandi Skema, fyrirtækis sem stendur fyrir námskeiðum fyrir börn og unglinga í leikjaforritun og vinnur að því göfuga markmiði að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins.
Sesselja er stofnandi fyrirtækisins Tagplay og er frumkvöðull sem hefur komið víða við. Tagplay er veflausn sem auðveldar fólki og fyrirtækjum að uppfæra vefsíður sínar með efni frá samskiptamiðlum sínum. Fyrirlesturinn var virkilega áhugaverður og alltaf jafn gaman að heyra frá konum sem eru að gera það gott í atvinnulífinu.

Við héldum hið sívinsæla Ted hádegi þar sem /sys/tur koma saman, fá sér að borða og sanka að sér fróðleik og innblæstri frá Ted fyrirlestrum.

Síðan fórum við í vísindaferð til Tempo og fengum að kynnast starfsemi og starfsfólki fyrirtækisins. Nánar má lesa um heimsóknina hér.

/sys/tur hlakka til seinni hluta starfsársins sem verður fullt af skemmtilegum viðburðum!

IMG_0304