Hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri var að halda sitt 11. Jam Session og fengu okkur /sys/tur til liðs við sig. Á Jam Session mætir hugbúnaðarfólk og aðrir áhugasamir til að ræða og bera saman bækur sínar um tæknileg úrlausnarefni. Við völdum umræðuefnið „Samskipti manns og tölvu“ (e. Human-computer interaction). Katrín Mjöll nýnemafulltrúi /sys/tra var fundarstjóri viðburðarins, þar sem hún stjórnaði lifandi umræðu sem fór mjög áhugaverðar leiðir. Kvöldið byrjaði á því að 3 nemendur HR héldur stutta eldræðu í svokölluðu fiskabúri. Það voru þau Tómas Helgi sem talaði um virtual reality, Hólmfríður Guðlaug talaði um airbased computer interaction og Guðríður talaði um brain computer interaction, en Guðríður er í stjórn /sys/tra. Ef fólk í salnum hafði spurningar eða vildi koma sínum skoðunum fram, fékk það sér sæti í fiskabúrinu, og þurfti þá einn af þremur sem sátu fyrir í fiskabúrinu að láta af sér sætið. Fyrir þá sem vildu ekki fara í fiskabúrið en höfðu spurningar eða ..(input í umræðuna) gátu skrifað það á post-it miða sem fundarstjóri kom síðan á framfæri við tækifæri.
Kvöldið gat ekki farið betur og var sleginn metfjöldi í mætingu. /sys/tur mæla svo sannarlega með Jam Session-inu og hvetur fólk að mæta á næsta Jam Session. Hægt er að fylgjast með Kolibri hér eða á facebook-inu þeirra.
Við viljum þakka Kolibri fyrir að hafa boðið /sys/tur að taka þátt með sér á þessum frábæra viðburði og öllum gestum sem mættu.