Fyrirlestrahádegi – Lífið eftir útskrift

Fyrr í dag héldu /sys/tur fyrirlestrahádegi fyrir fullan sal. Við fengum til okkur tvær útskrifaðar stelpur úr HR til að tala um lífið eftir útskrift. Það voru þær Áslaug Eiríksdóttir og Elín Björk Jónsdóttir. Áslaug er ein af stofnendum /sys/tra og útskrifaðist hún árið 2014. Hún vinnur sem forritari hjá Azozo. Elín útskrifaðist síðasta sumar og vinnur hún sem forritari hjá Advania. Þetta var mjög áhugavert og fræðandi hádegi og veittu þær /sys/trum góð ráð sem vert er að hafa í huga áður en farið er út á vinnumarkaðinn og þegar maður er byrjaður að vinna.

Við þökkum Áslaugu og Elínu fyrir að koma og spjalla við okkur /sys/tur og öllum gestunum sem mættu og gerðu þetta ennþá skemmtilegra.

IMG_5393

 

IMG_5398

Vísindaferð í Reiknistofu Bankanna

Reiknistofa Bankanna bauð /sys/trum að koma og skoða fyrirtækið. RB er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni sem þróar fjármálalausnir. Þeirra hlutverk er að auka hagkvæmni í tæknirekstri íslenskra fjármálafyrirtækja.

Starfsfólkið hjá RB tók vel á móti okkur með mat og drykk og kynntu fyrir okkur fyrirtækinu og komandi verkefnum.

IMG_5371

Við viljum þakka RB fyrir að hafa tekið svona vel á móti okkur og hlökkum til að sjá spennandi nýjungar frá þeim sem þau kynntu fyrir okkur.

IMG_5383

Háskóladagurinn ’16

Háskóladagurinn var haldinn í gær, 5.mars þar sem sjö háskólar landsins kynntu námsbrautir sínar. Í HR voru /sys/tur með bás undir tölvunarfræðideild þar sem gestir gátu spjallað við okkur um námið. Á básnum sýndum við einnig teikniforrit sem nokkrar stelpur í tölvunarfræði gerðu í áfanganum vefforritun 2. Gestir fengu að prófa teikniforritið auk þess fengu þau að spreyta sig í tölvutætingi.

IMG_5354IMG_5349

 

 

 

 

 

 

 

/sys/tur voru einnig með námskeið í HTML & CSS, og Javascript. Við notuðum vefsíðuna codecademy en þar getur fólk lært að kóða gagnvirkt, öll helstu forritunarmálin. Gestir gátu þá byrjað hjá okkur, lært helstu grunnatriðin, farið síðan heim og haldið áfram að kóða.

IMG_5328IMG_5327

 

 

 

 

 

 

 

Það komu margir áhugasamir og spjölluðu við /sys/tur á háskóladeginum. Við getum ekki beðið eftir að taka á móti nýju fólki á næstu önn sem verða vonandi meðlimir /sys/tra.