Fyrr í dag héldu /sys/tur fyrirlestrahádegi fyrir fullan sal. Við fengum til okkur tvær útskrifaðar stelpur úr HR til að tala um lífið eftir útskrift. Það voru þær Áslaug Eiríksdóttir og Elín Björk Jónsdóttir. Áslaug er ein af stofnendum /sys/tra og útskrifaðist hún árið 2014. Hún vinnur sem forritari hjá Azozo. Elín útskrifaðist síðasta sumar og vinnur hún sem forritari hjá Advania. Þetta var mjög áhugavert og fræðandi hádegi og veittu þær /sys/trum góð ráð sem vert er að hafa í huga áður en farið er út á vinnumarkaðinn og þegar maður er byrjaður að vinna.
Við þökkum Áslaugu og Elínu fyrir að koma og spjalla við okkur /sys/tur og öllum gestunum sem mættu og gerðu þetta ennþá skemmtilegra.