Aðalfundur /sys/tra

Aðalfundur /sys/tra var haldinn í dag, 3. maí. Þar fórum við yfir það sem við gerðum á liðnu námsári, ársreikning, lagabreytingar og kosið í nýja stjórn /sys/tra. Samþykktrar voru nýjar lagabreytingar þar sem breytt var embættaskipan stjórn sys/tra. Áður var stjórn félagsins skipuð fimm félagsmönnum; formanni, varaformanni, gjaldkera, ritar, upplýsingarfulltrúa og þremur varamönnum. Lagabreytingin var sú að embættin yrðu; formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri, fjölmiðlafulltrúi, viðburðastjóri og nýnemafulltrúi. Einnig var ennfremur skilgreint hlutverk hvers og eins stjórnarmeðlims.

Kosið var í nýja stjórn. Kosið var eitt embætti í einu þar sem stelpur buðu sig fram í tiltekið embætti. Nýja stjórnin samanstendur af:

Formaður: Katrín Mjöll Halldórsdóttir

Varaformaður: Þórhildur Þorleiksdóttir

Ritari: Hanna Ragnarsdóttir

Gjaldkeri: Ásthildur Guðmundsdóttir

Fjölmiðlafulltrúi: Ásta Ægisdóttir

Viðburðarstjóri: Hulda Lilja Hannesdóttir

Kosið verður um nýnemafulltrúa þegar næsta önn byrjar.

 

IMG_5415

Fráfarandi stjórn /sys/tra býður nýju stjórninni velkomna og hlakkar til að fylgjast með.

Stelpur og Tækni

Stelpur og tækni dagurinn var haldinn í þriðja sinn 28.apríl í tilefni “Girls in ICT Day”. Um 400 stelpur komu í HR og tókum við /sys/tur að okkur 150 stelpur í workshop, þar sem þær fengu að spreyta sig í HTML og CSS. Við skemmtum okkur mjög vel og það var gaman að sjá hvað margar voru áhugasamar um efnið.

 

k

 

l