Kynning á leikjahönnunar áföngum

Í seinustu viku héldum við fræðsluhádegi þar sem David Thue og Joon Van Hove komu og kynntu áfangana Game Design & Development og Advanced Game Design & Development.
David hafði samband við okkur um daginn vegna þess hve fáar stelpur hafa verið að skrá sig í áfangann Game Design & Development. Við ákváðum því að fá þá félaga til þess að halda kynningu á áfanganum og fengum Steinunni Mörtu Friðriksdóttur tölvunarfræðing til þess að koma og ræða um sína reynslu af áfanganum.

Í áfanganum sem spannar 3 vikur er farið í gegnum ferlið að búa til leik. Nemendur byrja á því að fara í gegnum sköpunarferlið þar sem hugmyndum er kastað fram og unnið með þær. Eftir hugmynda- og hönnunarvinnuna er hafist handa við sjálfa forritun á þeirri hugmynd sem stóð upp úr.

David lagði áherslu á að það helsta sem hann vill að nemendur taki með sér úr áfanganum sé að æfa sig í að setja sér raunhæf markmið og að taka við uppbyggjandi gagnrýni frá fólki ,,úr bransanum”. Þannig sé ekki markmið að þjálfa einhvert sérstakt skill heldur að læra grunninn og þjálfa sig í að læra hratt.

Áfanginn þjálfar rökhugsun – hvernig er best að leysa vandamál, hvernig eru leikir byggðir upp og hvernig er best að greina þá. Einnig koma reynslumiklir gestafyrirlesarar sem geta veitt innsýn inn í heim tölvuleikjanna.

~~~~~~

Næst kom Steinunn Marta og fjallaði um sína reynslu af áfanganum. Steinunn er nýútskrifaður tölvunarfræðingur frá HR og hafði margt gott að segja um áfangann – hún sagði hann vera þann skemmtilegasta sem hún tók í náminu.

Hún sagði ekki nauðsynlegt að hafa spilað tölvuleiki til þess að skrá sig í áfangann. Að lokum hvatti hún stelpurnar til að vera ekki að stressa sig á því að kunna ekki nógu mikið að forrita – þær kunni yfirleitt meira en þær halda. Auk þess snýr áfanginn ekki bara að forritun heldur eru fleiri þættir sem snúa að leikjahönnun.

Leikurinn sem Steinunni gerði á sínum tíma í áfanganum er hér.

~~~~~~

Joon Van Hove endaði á að kynna framhaldsáfanga Game Design & Development – Andvanced Game Design & Development. Þó áfanginn sé framhald af fyrrnefndum áfanga gera þeir undantekningar frá forkröfum ef þeir telja nemendur hafa nægan grunn, t.d. að hafa setið áfangann Tölvugrafík.

~~~~~~

Fyrir fyrirlesturinn höfðu einungis 5 stelpur setið áfangann en eftir því sem við best vitum eru 9 stelpur skráðar í hann í vor. Fyrirlesturinn hefur því skilað meira en 100% aukningu og því ber að fagna!