Vísindaferð til Betware!

Betware bauð /sys/trum í vísindaferð síðastliðin fimmtudag, okkur til mikillar gleði. Mætingin var mjög góð og okkur þótti öllum mjög gaman að fá að hitta allar flottu konurnar í þessu frábæra fyrirtæki. Betware vinnur að því að skapa netlausnir fyrir happadrættisleiki og ýmsar getraunir og hefur farið ört vaxandi seinustu árin. Við viljum þakka Betware innilega fyrir að hafa tekið svona vel á móti okkur og við vonumst til að hitta þau oftar í framtíðinni.