Janúarútskrift HR

Okkar eigin Helga dúxaði BSc-inn sinn á janúarútskrift HR. Hún hélt ræðu fyrir hönd útskriftarnemenda um mikilvægi þess að stíga út fyrir þægindarammann og að margra mati var þetta flottasta ræða athafnarinnar. Við óskum henni innilega til hamingju og tökum áskoruninni um að leita uppi áskoranir og ögra okkur sjálfum.
Þrjár aðrar stelpur útskrifuðust einnig úr tölvunarfræðinni núna í janúarútskrift, þar af ein með PhD. Vel gert, stelpur 🙂