HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ LÆRA?

Allir sjö háskólar landsins stóðu að Háskóladeginum sem fram fór í gær í húsakynum háskólanna á höfuðborgarsvæðinu. Var þetta í tíunda skipti sem háskóladagurinn er haldinn en á deginum gefst verðandi nemendum og öllum öðrum færi á að kynna sér þær námsleiðir sem kenndar eru í íslenskum háskólum. Skólarnir bjóða samtals upp á um 500 námsleiðir. Monitor fór á stúfana og kynnti sér námsframboðið örlítið betur. /sys/turnar Hólmfríður Guðný Einarsdóttir og Ingibjörg Ósk Jónsdóttir urðu á vegi þeirra í Háskólanum í Reykjavík.

 http://www.mbl.is/folk/frettir/2014/03/02/hvad_aetlar_thu_ad_laera/