STELPUR & STARTUP

Síðastliðinn mánudag héldu /sys/tur fyrirlestrakvöld með yfirskriftinni Stelpur og startup. Við fengum til okkar konur frá fyrirtækjum á mismunandi stigum startup bransans. Þær voru Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir stofnandi Locatify, Helga Valfells framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins, Brynja Guðmundsdóttir stofnandi Gagnavörslunnar/Azazo, Svana Helen Björnsdóttir stofnandi Stika og Sigríður Svala Jónasdóttir verkefnastjóri hjá Mobilitus. Kvöldið var mjög áhugavert og fræðandi en konurnar veittu /sys/trum góð ráð um allt sem viðkemur því að stofna fyrirtæki. Þess er vert að geta að tveir strákar úr hugbúnaðarverkfræði mættu á viðburðinn sem var mjög ánægjulegt en allir sem hafa áhuga eru velkomnir á viðburði /sys/tra.

Við þökkum þessu flottu konum úr startup bransanum kærlega fyrir komuna!

9412903_orig (1) 7535322_orig 6826362_orig (1) 6757590_orig 6058608_orig (1) 974151_orig 76915_orig