UTmessan 2016

Febrúar var genginn í garð sem þýddi bara eitt, UTmessan var á næsta leiti!

Á UTmessunni í ár, líkt og í fyrra, vorum við /sys/tur með Tölvutæting í samstarfi við Promennt og HR. Fyrir þá sem ekki vita hvað tölvutætingur er, þá snýst hann um að setja tölvu saman úr safni af bútum og gera hana starfhæfa.

Fyrir UTmessuna mættum við á námskeið í Promennt og fengum að kynnast því sjálfar hvað væri fólgið í samsetningum tölva, svo við gætum miðlað þeirri reynslu á UT messunni.

IMG_1268IMG_5098

 

 

 

 

 

 

 

 

Við /sys/tur vorum með bás í Norðurljósasalnum þar sem gestir og gangandi gátu skoðað innviði tölvunnar, spreytt sig á að setja tölvuna saman og séð með eigin augum hvernig hlutir eins og harði diskurinn og vinnsluminnið líta út.

IMG_5157IMG_5121

 

 

 

 

 

 

Gestum á aldrinum 15- 25 ára gafst tækifæri til þess að skrá sig í pott, þar sem 4 heppnir voru dregnir út til að taka þátt í keppni í tölvutætingi. Dagurinn náði hámarki kl. 15 þegar keppnin sjálf hófst en það voru 4 glæsilegir keppendur sem stigu á stokk á sviðinu í Norðurljósum. Haukur Óskar Þorgeirsson stóð uppi sem sigurvegari en hann gerði tölvuna starfhæfa á aðeins 14 mínútum og 59 sekúndum! Í verðlaun fékk hann námskeið í tölvuviðgerðum að andvirði 129.000 krónum.

IMG_5209IMG_5243

 

 

 

 

 

 

Viðburðurinn gekk mjög vel og viljum við /sys/tur þakka HR og Promennt kærlega fyrir samstarfið. Sömuleiðis viljum við þakka öllum þeim sem litu við á básinn okkar kærlega fyrir, við erum strax farnar að hlakka til næsta árs!