Háskóladagurinn ’16

Háskóladagurinn var haldinn í gær, 5.mars þar sem sjö háskólar landsins kynntu námsbrautir sínar. Í HR voru /sys/tur með bás undir tölvunarfræðideild þar sem gestir gátu spjallað við okkur um námið. Á básnum sýndum við einnig teikniforrit sem nokkrar stelpur í tölvunarfræði gerðu í áfanganum vefforritun 2. Gestir fengu að prófa teikniforritið auk þess fengu þau að spreyta sig í tölvutætingi.

IMG_5354IMG_5349

 

 

 

 

 

 

 

/sys/tur voru einnig með námskeið í HTML & CSS, og Javascript. Við notuðum vefsíðuna codecademy en þar getur fólk lært að kóða gagnvirkt, öll helstu forritunarmálin. Gestir gátu þá byrjað hjá okkur, lært helstu grunnatriðin, farið síðan heim og haldið áfram að kóða.

IMG_5328IMG_5327

 

 

 

 

 

 

 

Það komu margir áhugasamir og spjölluðu við /sys/tur á háskóladeginum. Við getum ekki beðið eftir að taka á móti nýju fólki á næstu önn sem verða vonandi meðlimir /sys/tra.