Vísindaferð í Reiknistofu Bankanna

Reiknistofa Bankanna bauð /sys/trum að koma og skoða fyrirtækið. RB er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni sem þróar fjármálalausnir. Þeirra hlutverk er að auka hagkvæmni í tæknirekstri íslenskra fjármálafyrirtækja.

Starfsfólkið hjá RB tók vel á móti okkur með mat og drykk og kynntu fyrir okkur fyrirtækinu og komandi verkefnum.

IMG_5371

Við viljum þakka RB fyrir að hafa tekið svona vel á móti okkur og hlökkum til að sjá spennandi nýjungar frá þeim sem þau kynntu fyrir okkur.

IMG_5383