Jóhanna María, formaður Tvíundar

Jóhanna María Svövudóttir er formaður Tvíundar (nemendafélag tölvunarfræðideildar HR). Hún er 24 ára annars árs nemi við tölvunarfræðideild HR – sannkölluð ofurkona.

Hún hafði enga reynslu af tölvunarfræði áður en hún byrjaði en það hefur ekki komið að sök enda hörkunemandi á forsetalista HR. Innan tölvunarfræðinnar finnst henni öll forritun skemmtileg en utan skóla finnst henni gaman að fara í ræktina, ferðast og læra eitthvað aukalega [innsk. höf.: þvílíkur metnaður!].

14356047_10209162699317426_1897801001_n

Hvers vegna tölvunarfræði: Ég valdi tölvunarfræði upphaflega vegna þess að þar bíða manns góðir tekju- og atvinnumöguleikar að lokinni útskrift.

Hver eru framtíðaráform þín: Draumurinn er að fá skemmtilega vinnu á skemmtilegum vinnustað. Svo langar mig líka að ferðast meira.

Hvernig finnst þér staða kvenna í tæknigeiranum: Mér finnst hún fara batnandi með hverju árinu, en eins og er vil ég sjá töluvert fleiri stelpur í þessum geira.

Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart við tölvunarfræðina: Það kom mér verulega á óvart hversu skemmtileg mér fannst hún.

Að lokum spyr ég hvort hún hafi góð ráð fyrir stelpur sem eru að byrja í tölvunarfræði eða hafa áhuga á tölvunarfræði.

„Ekki láta blekkjast af staðalímyndum tölvunarfræðinnar, þetta 
fag er alveg jafn mikið fyrir klárar stelpur sem hafa enga reynslu 
og stráka sem hafa leikið sér að því að hakka frá því þeir voru 10 ára.“