Kynning á leikjahönnunar áföngum

Í seinustu viku héldum við fræðsluhádegi þar sem David Thue og Joon Van Hove komu og kynntu áfangana Game Design & Development og Advanced Game Design & Development. David hafði samband við okkur um daginn vegna þess hve fáar stelpur hafa verið að skrá sig í áfangann Game Design & Development. Við ákváðum því að fá þá félaga til þess að halda kynningu á áfanganum og fengum Steinunni Mörtu Friðriksdóttur tölvunarfræðing til þess að koma og ræða um sína reynslu af áfanganum. Í áfanganum sem spannar 3 vikur er farið í gegnum ferlið að búa til leik. Nemendur byrja á því að fara í gegnum sköpunarferlið þar sem hugmyndum er kastað fram og unnið með þær. Eftir hugmynda- og hönnunarvinnuna er hafist handa við sjálfa forritun á þeirri hugmynd sem stóð upp úr. David lagði áherslu á að það helsta sem hann vill að nemendur taki með sér úr áfanganum …

Berglind Ósk

Berglind Ósk Bergsdóttir er einn reyndasti android forritari landsins. Hún hélt fyrirlestur í fyrirlestrahádegi /sys/tra á seinustu önn um greinina ,,Feeling like a fake – the impostor syndrome” (hér). Berglind vinnur við hugbúnaðarþróun hjá Kolibri sem framendaforritari. Við fengum hana til þess að svara nokkrum spurningum um sjálfa sig. Berglind Ósk útskrifaðist með BSc í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands vorið 2010. BSc verkefnið hennar snéri að forritun fyrir tölvutengdan þreifistaf fyrir blinda. Þegar notandinn hreyfir þreifistafinn er eins og hann þreifi á yfirborði einhvers hlutar, t.d. kúlu eða ferils. Þetta getur m.a. gagnast í stærðfræðikennslu fyrir blinda sem geta fundið hvernig föll líta út og fleira. Varðandi námið segir hún að gagnlegustu áfangarnir hafi verið hugbúnaðarverkefni 1 & 2, forritunarmál, tölvugrafík, vefforritun og grunnáfangarnir tölvunarfræði 1 & 2. Þegar hún er spurð um ráð fyrir núverandi nemendur segir hún: Að læra í hóp og ekki vera hrædd við að spyrja samnemendur og …

Jóhanna María, formaður Tvíundar

Jóhanna María Svövudóttir er formaður Tvíundar (nemendafélag tölvunarfræðideildar HR). Hún er 24 ára annars árs nemi við tölvunarfræðideild HR – sannkölluð ofurkona. Hún hafði enga reynslu af tölvunarfræði áður en hún byrjaði en það hefur ekki komið að sök enda hörkunemandi á forsetalista HR. Innan tölvunarfræðinnar finnst henni öll forritun skemmtileg en utan skóla finnst henni gaman að fara í ræktina, ferðast og læra eitthvað aukalega [innsk. höf.: þvílíkur metnaður!]. Hvers vegna tölvunarfræði: Ég valdi tölvunarfræði upphaflega vegna þess að þar bíða manns góðir tekju- og atvinnumöguleikar að lokinni útskrift. Hver eru framtíðaráform þín: Draumurinn er að fá skemmtilega vinnu á skemmtilegum vinnustað. Svo langar mig líka að ferðast meira. Hvernig finnst þér staða kvenna í tæknigeiranum: Mér finnst hún fara batnandi með hverju árinu, en eins og er vil ég sjá töluvert fleiri stelpur í þessum geira. Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart við tölvunarfræðina: Það kom …

Sólveig Sara – nýnemafulltrúi /sys/tra 2016-2017

Sólveig Sara Samúelsdóttir er 26 ára tölvunarfræðinemi við Háskólann í Reykjavík og nýnemafulltrúi /sys/tra 2016 – 2017. Sólveig er útskrifaður viðskiptafræðingur (einnig frá HR) auk þess sem hún lærði snyrtifræði og förðunarfræði í Danmörku. Utan skóla finnst henni skemmtilegast að vera með vinum og fjölskyldu, borða góðan mat auk þess sem hún æfir frjálsar íþróttir og CrossFit. Hvers vegna tölvunarfræði: Tölvunarfræði er áhugavert nám sem gefur góða atvinnumöguleika og mörg tækifæri. Námið tengist einnig viðskiptafræðináminu að nokkru leyti. Hefur þú einhverja reynslu af tölvunarfræði fyrir nám: Nei, enga fyrri reynslu nema almenna tölvukunnáttu. Þegar Sólveig er spurð um hverjar fyrirmyndir hennar eru segist hún ekki eiga neinar ákveðnar fyrirmyndir en hún reyni að tileinka sér það jákvæða sem hún sér í fari hvers og eins. Ég vil vera besta útgáfan af sjálfri mér á hverjum einasta degi. Þegar hún er spurð um kvenfyrirmyndir í atvinnulífinu dettur henni Vigdís Finnbogadóttir fyrst …

Opnunarkvöld /sys/tra 2016

Við heldum opnunarkvöld /sys/tra fimmtudaginn 1. september sl. á höfninni við Hörpu. Það var góð mæting og frábær stemmning. Markmiðið var að kynna starf /sys/tra, koma saman og kynnast og hafa gaman. Það var gaman að sjá hversu margir nýnemar létu sjá sig, bæði stelpur og strákar. Við vorum sérstaklega ánægðar með það að sjá eldri stjórnarmeðlimi mæta á svæðið! Gaman að sjá ykkur Ingibjörg (hér), Anna, Sara og Hafdís! Við minnum svo á hugmyndakassann okkar. Við erum alltaf opnar fyrir hugmyndum!

Margrét S. Kristjánsdóttir

Margrét er ein af upphaflegum /sys/trum. Hún er með BSc í tölvunarfræði frá HR og vinnur núna hjá Advania. Hún æfir Brasilískt Jiu-Jitsu hjá Mjölni. ~ ~ ~ Nafn: Margrét S. Kristjánsdóttir, aðstoðaði stofnendur /sys/tra í upphafi og sat svo síðar sem varamaður í stjórn. Aldur: 30 ára Útskrift: BSc í tölvunarfræði í janúar 2015 Hvar vinnurðu (og við hvað): Ég vinn hjá Advania og hef gert það síðan ég útskrifaðist. Ég er hluti af SharePoint hópi og starfa þar sem ráðgjafi og almennur forritari. BSc verkefni: CESAR (Centris Schedule Automation bRidge), forrit sem sækir gögn um áfanga, stofur og kennara innan Háskólans í Reykjavík og þáttar (parses) gögnin yfir á .xml eða .csv format. Þessum skrám má svo hlaða inn í forrit frá þriðja aðila sem sér um að búa til stundatöflur út frá gögnunum. Þegar stundatöflurnar eru tilbúnar er þeim hlaðið inn í CESAR á xml/scv formati og CESAR keyrður …

Ingibjörg Ósk, mastersnemi við HR

Nýr spennandi liður sem við kynnum eru viðtöl við flottar stelpur í tæknigeiranum. Sú sem ríður á vaðið er Ingibjörg Ósk Jónsdóttir, ein af stofnendum /sys/tra. ~~~~~~ Nafn: Ingibjörg Ósk Jónsdóttir, ein af stofnendum /sys/tra & fyrrum formaður. Aldur: 24 ára. Útskrift: BSc í hugbúnaðarverkfræði árið 2015. Hvað finnsts þér skemmtilegast innan tölvunarfræðinnar: Það skemmtilegasta sem ég geri er að forrita og þá aðallega í framendanum. App forritun á hug minn allan en gervigreind kallar líka sterkt á mig. Hvað finnst þér gaman að gera utan tölvunarfræðinnar: Ég elska að ferðast og eyða tíma með hundinum mínum í náttúrunni. Hvar vinnurðu (og við hvað): Ég vinn við mobile app forritun hjá Gangverki og er núna að forrita iOS appið Sotheby’s. Þar að auki er ég í mastersnámi í hugbúnaðarverkfræði. Hvernig telur þú að námið í HR hafi nýst þér í undirbúningi fyrir vinnuna: Það sem nýtist mér helst úr HR …

Nýtt skólaár 2016 – 2017

Þá er sumarið að líða undir lok og nýtt og ferskt skólaár að hefjast. Ný stjórn /sys/tra hlakkast á að takast á við ný verkefni. Við ætlum að vera duglegar að leyfa ykkur að fylgjast með hér á síðuni. Í dag er nýnemadagur og við bjóðum alla nýnema velkomna í HR!

Aðalfundur /sys/tra

Aðalfundur /sys/tra var haldinn í dag, 3. maí. Þar fórum við yfir það sem við gerðum á liðnu námsári, ársreikning, lagabreytingar og kosið í nýja stjórn /sys/tra. Samþykktrar voru nýjar lagabreytingar þar sem breytt var embættaskipan stjórn sys/tra. Áður var stjórn félagsins skipuð fimm félagsmönnum; formanni, varaformanni, gjaldkera, ritar, upplýsingarfulltrúa og þremur varamönnum. Lagabreytingin var sú að embættin yrðu; formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri, fjölmiðlafulltrúi, viðburðastjóri og nýnemafulltrúi. Einnig var ennfremur skilgreint hlutverk hvers og eins stjórnarmeðlims. Kosið var í nýja stjórn. Kosið var eitt embætti í einu þar sem stelpur buðu sig fram í tiltekið embætti. Nýja stjórnin samanstendur af: Formaður: Katrín Mjöll Halldórsdóttir Varaformaður: Þórhildur Þorleiksdóttir Ritari: Hanna Ragnarsdóttir Gjaldkeri: Ásthildur Guðmundsdóttir Fjölmiðlafulltrúi: Ásta Ægisdóttir Viðburðarstjóri: Hulda Lilja Hannesdóttir Kosið verður um nýnemafulltrúa þegar næsta önn byrjar.   Fráfarandi stjórn /sys/tra býður nýju stjórninni velkomna og hlakkar til að fylgjast með.

Stelpur og Tækni

Stelpur og tækni dagurinn var haldinn í þriðja sinn 28.apríl í tilefni “Girls in ICT Day”. Um 400 stelpur komu í HR og tókum við /sys/tur að okkur 150 stelpur í workshop, þar sem þær fengu að spreyta sig í HTML og CSS. Við skemmtum okkur mjög vel og það var gaman að sjá hvað margar voru áhugasamar um efnið.