Fyrirlestrahádegi – Lífið eftir útskrift

Fyrr í dag héldu /sys/tur fyrirlestrahádegi fyrir fullan sal. Við fengum til okkur tvær útskrifaðar stelpur úr HR til að tala um lífið eftir útskrift. Það voru þær Áslaug Eiríksdóttir og Elín Björk Jónsdóttir. Áslaug er ein af stofnendum /sys/tra og útskrifaðist hún árið 2014. Hún vinnur sem forritari hjá Azozo. Elín útskrifaðist síðasta sumar og vinnur hún sem forritari hjá Advania. Þetta var mjög áhugavert og fræðandi hádegi og veittu þær /sys/trum góð ráð sem vert er að hafa í huga áður en farið er út á vinnumarkaðinn og þegar maður er byrjaður að vinna. Við þökkum Áslaugu og Elínu fyrir að koma og spjalla við okkur /sys/tur og öllum gestunum sem mættu og gerðu þetta ennþá skemmtilegra.  

Vísindaferð í Reiknistofu Bankanna

Reiknistofa Bankanna bauð /sys/trum að koma og skoða fyrirtækið. RB er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni sem þróar fjármálalausnir. Þeirra hlutverk er að auka hagkvæmni í tæknirekstri íslenskra fjármálafyrirtækja. Starfsfólkið hjá RB tók vel á móti okkur með mat og drykk og kynntu fyrir okkur fyrirtækinu og komandi verkefnum. Við viljum þakka RB fyrir að hafa tekið svona vel á móti okkur og hlökkum til að sjá spennandi nýjungar frá þeim sem þau kynntu fyrir okkur.

Háskóladagurinn ’16

Háskóladagurinn var haldinn í gær, 5.mars þar sem sjö háskólar landsins kynntu námsbrautir sínar. Í HR voru /sys/tur með bás undir tölvunarfræðideild þar sem gestir gátu spjallað við okkur um námið. Á básnum sýndum við einnig teikniforrit sem nokkrar stelpur í tölvunarfræði gerðu í áfanganum vefforritun 2. Gestir fengu að prófa teikniforritið auk þess fengu þau að spreyta sig í tölvutætingi.               /sys/tur voru einnig með námskeið í HTML & CSS, og Javascript. Við notuðum vefsíðuna codecademy en þar getur fólk lært að kóða gagnvirkt, öll helstu forritunarmálin. Gestir gátu þá byrjað hjá okkur, lært helstu grunnatriðin, farið síðan heim og haldið áfram að kóða.               Það komu margir áhugasamir og spjölluðu við /sys/tur á háskóladeginum. Við getum ekki beðið eftir að taka á móti nýju fólki á næstu önn sem verða vonandi meðlimir /sys/tra.

Jam Session Kolibri ft. /sys/tur

Hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri var að halda sitt 11. Jam Session og fengu okkur /sys/tur til liðs við sig. Á Jam Session mætir hugbúnaðarfólk og aðrir áhugasamir til að ræða og bera saman bækur sínar um tæknileg úrlausnarefni. Við völdum umræðuefnið „Samskipti manns og tölvu“ (e. Human-computer interaction). Katrín Mjöll nýnemafulltrúi /sys/tra var fundarstjóri viðburðarins, þar sem hún stjórnaði lifandi umræðu sem fór mjög áhugaverðar leiðir. Kvöldið byrjaði á því að 3 nemendur HR héldur stutta eldræðu í svokölluðu fiskabúri. Það voru þau Tómas Helgi sem talaði um virtual reality, Hólmfríður Guðlaug talaði um airbased computer interaction og Guðríður talaði um brain computer interaction, en Guðríður er í stjórn /sys/tra. Ef fólk í salnum hafði spurningar eða vildi koma sínum skoðunum fram, fékk það sér sæti í fiskabúrinu, og þurfti þá einn af þremur sem sátu fyrir í fiskabúrinu að láta af sér sætið. Fyrir þá sem vildu ekki fara í fiskabúrið en höfðu spurningar eða …

Ted hádegi

Það var frábær mæting hjá systrum á Ted hádegið. Borðuðum pizzur og horfðum á tvo frábæra fyrirlestra saman. Takk fyrir að koma!          

UTmessan 2016

Febrúar var genginn í garð sem þýddi bara eitt, UTmessan var á næsta leiti! Á UTmessunni í ár, líkt og í fyrra, vorum við /sys/tur með Tölvutæting í samstarfi við Promennt og HR. Fyrir þá sem ekki vita hvað tölvutætingur er, þá snýst hann um að setja tölvu saman úr safni af bútum og gera hana starfhæfa. Fyrir UTmessuna mættum við á námskeið í Promennt og fengum að kynnast því sjálfar hvað væri fólgið í samsetningum tölva, svo við gætum miðlað þeirri reynslu á UT messunni.                 Við /sys/tur vorum með bás í Norðurljósasalnum þar sem gestir og gangandi gátu skoðað innviði tölvunnar, spreytt sig á að setja tölvuna saman og séð með eigin augum hvernig hlutir eins og harði diskurinn og vinnsluminnið líta út.             Gestum á aldrinum 15- 25 ára gafst tækifæri til þess að skrá …

Annáll Haustannar 2015

Haustönn 2015 var viðburðarrík hjá /sys/trum. Starfsár nýrrar stjórnar hófst með nýnemakvöldi /sys/tra, þar sem nýnemar í deildinni voru boðnar velkomnar og kynntar fyrir starfi /sys/tra. Við héldum fyrirlestrakvöldið Frumkvöðlar og framtíðin þar sem Rakel Sölvadóttir og Sesselja Vilhjálmsdóttir komu og sögðu okkur frá sínum fyrirtækjum og störfum. Rakel er stofnandi Skema, fyrirtækis sem stendur fyrir námskeiðum fyrir börn og unglinga í leikjaforritun og vinnur að því göfuga markmiði að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins. Sesselja er stofnandi fyrirtækisins Tagplay og er frumkvöðull sem hefur komið víða við. Tagplay er veflausn sem auðveldar fólki og fyrirtækjum að uppfæra vefsíður sínar með efni frá samskiptamiðlum sínum. Fyrirlesturinn var virkilega áhugaverður og alltaf jafn gaman að heyra frá konum sem eru að gera það gott í atvinnulífinu. Við héldum hið sívinsæla Ted hádegi þar sem /sys/tur koma saman, fá sér að borða og sanka að sér …

Vísindaferð í Tempo

Í lok október fóru /sys/tur í vísindaferð til Tempo. Tempo er dótturfyrirtæki Nýherja og sérhæfir sig í hugbúnaðargerð á sviði verkefna- og eignasafnsstjórnunarlausna (PPM) fyrir JIRA kerfið frá Atlassian. Tempo hefur haldið úti átakinu Women of Tempo þar sem markmiðið er að kynna konur í tæknigeiranum. Starfsfólk Tempo tók afskaplega vel á móti um það bil 40 /sys/trum, kynnti okkur fyrir starfsemi fyrirtækisins og sýndi okkur vinnustaðinn. Umræðurnar sem sköpuðust voru líflegar og það leikur enginn vafi um það að vaknaði mikill áhugi hjá /sys/trum um fyrirtækið. /sys/tur skemmtu sér meira að segja það vel að það steingleymdist að festa viðburðinn á filmu! Tempo bloggaði skemmtilega um vísindaferðina, áhugasamir geta lesið það hér. Við viljum þakka Tempo kærlega fyrir að hafa tekið svo höfðinglega á móti okkur og hlökkum til að fylgjast með áframhaldandi vexti og velgengni fyrirtækisins.

Ný stjórn

Ný stjórn systra tók við á aðalfundi í vor og er mjög spennt fyrir vetrinum.  Tökum við keflinu frá frábærri stjórn og hlökkum til komandi starfsárs. Formaður: Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir Varaformaður: Heiða Dís Sigurðardóttir Gjaldkeri: Svanhvít Jónsdóttir Ritari: Tanya Brá Brynjarsdóttir Upplýsingafulltrúi: Guðríður Sturludóttir 3 varamenn: Hafdís Erla Helgadóttir Karen Björg Halldórsdóttir Perla Þrastardóttir  

Girls in ICT Day í Háskólanum í Reykjavík

Síðastliðin þriðjudag þann 28. apríl var haldið uppá “Girls in ICT Day” í Háskólanum í Reykajvík. Í tilefni að því voru um hundrað stelpum úr 9. bekk úr grunnskólum landsins boðið að koma í HR og kynnast tæknigeiranum. /sys/tur létu sig ekki vanta og kenndu heimasíðugerð fyrir þær stelpur sem höfðu áhuga. Þar fengu stelpurnar að spreyta sig á HTML og CSS forritun. Stelpurnar stóðu sig allar ótrúlega vel og við /sys/tur vorum hæst ánægðar með áhugan og framúrskarandi árangur stelpnanna. Einnig fengu stelpurnar að heimsækja fyrirtæki úr tæknigeiranum til þess að fá smá hugmynd um þau tækifæri sem bjóðast að loknu tækninámi. Fyrirtækin sem þær fengu að heimsækja voru Mentor, Meniga, Betware og Tempó. Í ár var Ísland að taka þátt í “Girls im ICT Day” í annað sinn, en hann er haldinn víða um Evrópu á hverju ári. Dagurinn er styrktur af Evrópusambandinu og ITU (International Telecommunication Union) …