Stjórn

Stjórn /sys/tra 2016-2017

Þórhildur Þorleiksdóttir

Formaður Þórhildur Þorleiksdóttir

Áhugamál: Elska tónlist. Er mikið fan af söngleikjum og óperum. Hef alltaf verið í íþróttum og elska að hreyfa mig. Vinir og fjölskylda eru líka mjög elskulegt áhugamál.

Hvers vegna /sys/tur: Ég vil að tölvunarfræði verði sýnilegri grein og þá sérstaklega fyrir yngri stelpur. Þess vegna tek ég þátt í starfi /sys/tra, til þess að skapa fyrirmyndir svo fleiri stelpur líti á tölvunarfræði sem raunhæfan kost í framtíðinni.

Þorgerður Edda Eiríksdóttir

Gjaldkeri Þorgerður Edda Eiríksdóttir

Áhugamál: Elska að ferðast, fara á tónleika, skíða, hjóla og njóta þess að tjilla í heitum potti með fjölskyldu og vinum

Hvers vegna /sys/tur: Til að breyta stereotýpunni um tölvunarfræðinga og vera flott fyrirmynd fyrir þá sem langar að fara í námið!

Ásta Ægisdóttir

Fjölmiðlafulltrúi: Ásta Ægisdóttir

Áhugamál: Áhugamálin mín eru brasilískt jiu-jitsu, förðun og útivist. Í frítímanum mínum finnst mér skemmtilegast að hreyfa mig, hitta vini mína og drekka mikið kaffi.

Hvers vegna /sys/tur: Í menntaskóla hefði mér aldrei dottið í hug að fara í tölvunarfræði. Mig langar að varpa ljósi á hversu fjölbreytt fag tölvunarfræðin er og skapa grundvöll þar sem stelpur/konur eru á heimavelli fyrir framan lyklaborðið.

Hanna Ragnarsdóttir

Ritari Hanna Ragnarsdóttir

Áhugamál: Ferðalög, útvera, fjallgöngur, fimleikar, dans, sirkus, pole fitness og Salsa

Hvers vegna /sys/tur: Til að kynna fleiri stelpur fyrir tækni- og tölvunarfræðiheiminum, sem ég sjálf kynntist nýlega. Mig langar að sýna sem flestum hversu fjölbreyttur og heillandi þessi heimur er og hversu mikið hann hefur upp á að bjóða.

Hulda Lilja Hannesdóttir

Viðburðastjóri Hulda Lilja Hannesdóttir

Áhugamál: Siglingar, tónlist, bakstur og að ferðast.

Hvers vegna /sys/tur: Mig langar að taka þátt í að skapa góða stemningu meðal kvenna í tölvunarfræðinámi. Að skapa umhverfi þar sem þær fá tækifæri til að mynda tengsl, hvatningu til þess að grípa þau tækifæri sem eru í boði og prófa nýja hluti

Sólveig Sara Samúelsdóttir

Nýnemafulltrúi Sólveig Sara Samúelsdóttir

Áhugamál: Íþróttir og heilsa. Stundaði frjálsar í 8 ár og núna er ég í CrossFit. Fjölskylda og vinir, útivist, ferðast og margt fleira.

Hvers vegna /sys/tur: Finnst systur vera frábært félag. Langaði að vera hluti af starfseminni og efla stelpur í tölvunarfræði.

Við /sys/tur viljum vekja athygli á fyrirmyndum og gera stelpur í námi og starfi sýnilegri út á við. Stjórn /sys/tra