Stjórn

Stjórn /sys/tra 2017-2018

Formaður Hafdís Sæland

Nám: Almenn tölvunarfræði

Uppruni: Mosfellsbær

Áhugamál: Fjölskyldan, Fótbolti & Crossfit

Hvers vegna /sys/tur: Strax og ég heyrði um systur vildi ég taka þátt í starfseminni, efla félagið og gera það sýnilegra. Sýna ungum stelpum hversu fjölbreytt og skemmtileg tölvunarfræðin getur verið.


Varaformaður Alexandra Geirsdóttir

Nám: Almenn tölvunarfræði

Uppruni: Höfn í Hornafirði

Áhugamál: Á svo mörg áhugamál að það er erfitt að telja þau öll upp. Fyrst og fremst þá elska ég dýr, einnig finnst mér gaman að lesa, ferðast, hlusta á og spila tónlist almennt, japönsk og kóresk menning, elska að vera í náttúrunni og að fræðast um nýja hluti.


Gjaldkeri: Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir

Nám: Almenn tölvunarfræði

Uppruni: Selfoss

Áhugamál: Hestar, ræktin, ferðalög, tækni & fjölskyldan

Hvers vegna /sys/tur: Mig langar til þess að kynnast starfi /sys/tra betur og fannst þar af leiðandi tilvalið að bjóða mig fram í stjórn. Einnig langar mig að kynnast konum í tæknibransanum.


Ritari Jódís Erla Gunnlaugsdóttir

Nám: Almenn tölvunarfræði

Uppruni: Húnaþing vestra

Áhugamál: Tölvur, tækni og vísindi, eldamennska, heilsurækt og samvera með vinum.

Hvers vegna /sys/tur: Til þess að kynnast konum sem starfa í tækni, efla tengslanet út á vinnumarkað og brjóta upp staðalímyndina sem fylgir tækni veröldinni.


Viðburðastjóri Eva Sif Einarsdóttir

Nám: Almenn tölvunarfræði

Uppruni: Reykjavík

Áhugamál: Að ferðast, kvikmyndir og tónlist. Tölvur, tölvuleikir og tækni.

Hvers vegna /sys/tur: Starfið hjá systrum svo mikilvægt og væri til í að taka þátt að efla það enn meira og reyna að fá ennþá fleiri stelpur í tölvunarfræði.


Fjölmiðlafulltrúi Íris Dögg Skarphéðinsdóttir

Nám: Almenn tölvunarfræði

Uppruni: Grundarfjörður

Áhugamál: Tölvur, tölvuleikir, hreyfing og útivist og drekka kaffi með góðum félagsskap

Hvers vegna /sys/tur: Vil vera í stjórn /sys/tra því mér finnst þetta svo mikilvægt félag. Það hjálpaði mér að skrá mig í tölvunarfræði því áður þá fannst mér ég ekki passa inn í þennan tölvunarfræði “staðal”. Langar að sýna yngri stelpum að þetta er svo fjölbreytt og þær þurfa ekki að vera hræddar við tölvunarfræði.


Nýnemafulltrúi Sigrún Tinna Sigurbjarnardóttir

Nám: Almenn tölvunarfræði

Uppruni: Kópavogur

Áhugamál: Förðun, tölvur, snjóbretti, vinir og fjölskylda

Hvers vegna /sys/tur: Spennandi tækifæri að kynnast stelpum sem eru komnar lengra í náminu. Til að kynnast stöðu kvenna í atvinnlífinu og atvinnumöguleikum.

Við /sys/tur viljum vekja athygli á fyrirmyndum og gera stelpur í námi og starfi sýnilegri út á við.Stjórn /sys/tra