Stjórn

Stjórn /sys/tra 2018-2019

Formaður Hugrún Hannesdóttir

Nám: Almenn tölvunarfræði

Uppruni: Reykjavík

Áhugamál: Forritun, tölvuleikir og borðspil

Hvers vegna /sys/tur: Þótt að konum hafi vegnað vel á undanförnum árum á flest öllum sviðum þá hafa þær átt erfiðara með að hasla sér völl í tölvugeiranum. /Sys/tur hafa unnið frábært starf á undanförnum árum og hvatt konur til virkari þátttöku á þessu mikilvæga sviði. Ég er stolt að því að geta haldið þessari uppbyggingu áfram og hlakka til að eiga í fjölbreyttu samstarfi við alla þá aðila sem stuðla geta að því að gera veg kvenna í tölvunarfræði sem mestan.


Varaformaður Sjöfn Óskarsdóttir

Nám: Almenn tölvunarfræði

Uppruni: Garðabær

Áhugamál: Ferðast, sól, fjölskylda & vinir, hönnun, tölvur og tækni

Hvers vegna /sys/tur: Fyrri stjórn /sys/tra stóð fyrir kynningarkvöldi þá aðalega til að kynna nýnemum fyrir starfseminni. Ég hafði mikinn áhuga á því sem þær voru að gera og fylgdi þeim í öllum viðburðum út skólaárið. Ég mun gera mitt allra besta að halda starfinu eins frábæru og fyrri stjórnir hafa gert og gera það enn sýnilegra, þá aðalega fyrir stelpur sem eru að ákveða hvað þær vilja gera í framtíðinni.


Gjaldkeri: Petra Kristín Frantz

Nám: Almenn tölvunarfræði

Uppruni: Kópavogur

Áhugamál: Ferðast, hreyfing, tækni & hönnun, anime og 3D-prentun

Hvers vegna /sys/tur: Kynna yngri stelpum fyrir þessu geggjaða námi. Sýna þeim fjölbreytileikan og alla möguleikana sem fylgja því. Halda áfram að brjóta og beygla staðalímynd tölvunördans. Kynnast fólki sem starfar í þessum geira og efla tegnslanet.


Ritari Theodóra Líf Káradóttir 

Nám: Almenn tölvunarfræði

Uppruni: Hafnarfjörður/Álftanes

Áhugamál: Hreyfing, ferðalög, kvikmyndir/þættir og tölvur

Hvers vegna /sys/tur: Mér finnst mjög mikilvægt að halda áfram þessu starfi og efla tengsl stelpna í tölvunarfræðinni. Einnig að láta yngri stelpur vita að þær staðalímyndir sem tölvunarfræðingar hafa þarf ekki að vera rétt, og þær mega (mjög gjarnan) læra þetta.


Viðburðastjóri Laufey Inga Stefánsdóttir

Nám: Almenn tölvunarfræði

Uppruni: Skagaströnd

Áhugamál:  Ferðalög, útivist, íþróttir, tónlist, tölvur og tækni

Hvers vegna /sys/tur: Tölvunarfræði er fjölbreytt fag sem býður upp á marga möguleika í framtíðinni. Fyrri stjórnir /sys/tra hafa staðið sig vel í að auka sýnileika kvenna í þessari starfsgrein sem hefur hvatt fleiri konur til að kynna sér námið ásamt því að reyna að efla tengsl þeirra sem eru nú þegar í námi við vinnumarkaðinn. Mitt markmið er að stuðla áfram að samstöðu kvenna innan greinarinnar og veita öðrum konum innblástur og styrk til þess að sækja í meira mæli í tölvunarfræði.


Fjölmiðlafulltrúi Sigríður Elín Vilbergsdóttir (Elín)

Nám: Almenn tölvunarfræði

Uppruni: Reykjavík/Snæfell

Áhugamál: Kvikmyndir, tölvuleikir, bókmenntir, grín og vísindi

Hvers vegna /sys/tur:  Systur er ein af mörgum ástæðum fyrir því að ég valdi að fara í tölvunarfræðina. Mér finnst starfsemi félagsins mjög mikilvæg og vildi fá að taka þátt í að viðhalda henni og efla hana. Mér langar að kynna fleiri yngri stelpum fyrir félaginu og sýna þeim að við getum þetta líka.


Nýnemafulltrúi Arna Rut Arnarsdóttir

Nám: Almenn tölvunarfræði

Uppruni: Reykjavík

Áhugamál: Förðun, ferðast, forritun og Harry Potter

Hvers vegna /sys/tur:  Ástæðan fyrir að ég vildi vera partur af /sys/tur er af því að starfið sem félagið hefur gert á seinustu árum er svo mikilvægt til að kynna stelpur fyrir þessu námi og möguleika þess. Þegar ég segi fólki hvað ég er að læra verður það yfirleitt mjög hissa afþví ég er ekki “týpan” í það. Ég vil sýna fólki og sérstaklega ungum stelpum að það er allt í lagi þótt að þú fallir ekki undir staðalímyndina af tölvunarfræðing því að það skiptir ekki máli. Við getum verið allskonar!


Við /sys/tur viljum vekja athygli á fyrirmyndum og gera stelpur í námi og starfi sýnilegri út á við.Stjórn /sys/tra